Skátafélagið Klakkur Akureyri

Skráning í Skátana

Skátasveitir

Smáfólk (7-9 ára)

Miðvikudagar 16:30-18:00

Sveitarforingjar:

Angantýr Ómar Ásgeirsson

Aðst. foringjar:

Alex Eydal
Birkir Gíslason
Hanna Vigdís 
Katrín Karlinna

Skeifur (10-12 ára stelpur)

Fimmtudagar 17:00-18:30

Sveitarforingjar:

Einar Örn Gíslason

Aðst. foringjar:

Anton Bjarni
Anton Dagur
Katrín Emma
Snædís Hanna

Ernir (10-12 ára strákar)

Þriðjudagar 17:00-18:30

Sveitarforingjar:

Tumi Snær Sigurðsson
Árni Már Árnasson

Aðst. foringjar:

Ásbjörn Garðar
Birkir Helgason
Fríða Björg
Hanna Lilja
Hörður Andri

DS Montis (13-15 ára)

Mánudagar 18:30-20:00

Sveitarforingjar:

Jóhann Malmquist
Bjarki Geir Benediktsson

RS Ultima (16 - 25 ára)

Mánudagar 20:00-21:30

Sveitarforingjar:

Jóhann Malmquist

Leidalysing

Skátafélagið Klakkur stendur fyrir leiðalýsingu í Kirkjugarði Akureyrar og í Lögmannshlíð á aðventunni.

Pantanir

Tekið er á móti pöntunum fyrir krossum í síma 899-1066 milli klukkan 09:00-14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum leidalysing@gmail.com.

Verð á krossi er 4.100 kr.
Lýst er frá fyrsta sunnudegi í aðventu.

Breytingar á pöntun

Þau sem eiga ógreidda reikninga í heimabanka vinsamlega greiðið þá fyrir 1. nóvember nk., annars verður ekki settur ljósakross á viðkomandi leiði.

Viljir þú segja upp leigu á krossi eða ef nýr greiðandi er tekinn við, endilega tilkynnið það í síma 899-1066 eða með því að senda póst á leidalysing@gmail.com

Skátastarfið

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna.

Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. – Samfélagsþegnar sem taka þátt í að bæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.

Skátafélagið Klakkur leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starf, sem er aðlagað að aldri skátanna. Við höfum afnot af frábærri aðstöðu að Hömrum, útilífsmiðstöð skáta og erum gjarnan þar á haustin og vorin, en yfir vetrartímann erum við meira í skátaheimilinu okkar í Hyrnu. Í öllu skátastarfinu leggjum við mikla áherslu á útivist og vetrarskátun, hjá eldri skátunum, nýtum skálana okkar og förum reglulega í útilegur.

Stjórn

Aðalsteinn Þorvaldsson
Anna Kristjana Helgadóttir
Arnór Bliki Hallmundsson
Jóhann Malmquist
María Rut Dýrfjörð
Tumi Snær Sigurðsson
Þórdís Hrönn Halldórsdóttir

Fundartímar

Fundir hefjast vikuna 1. september 2025 á hömrum

Drekaskátar – 7-9 ára – Miðvikudagar – 16:30 – 18:00

Fálkaskátar – 10-12 ára strákar – Þriðjudagar – 17:00 – 18:30

Fálkaskátar – 10-12 ára stelpur – Fimmtudagar – 17:00 – 18:30

Dróttskátar- 13-15 ára  – Mánudagar – 18:30 – 20:00

Rekkaskátar – 16-18 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30

Róverskátar – 19-22 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30

Aðstaða

Skátafélagið á, rekur og viðheldur þremur skálum í nágrenni Akureyrar.

Gamli

1979
13

Fálkafell

1932
20

VALHÖLL

1996
25

Hamrar

Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Hyrna

Hyrna er félagsheimili Skátafélagsins Klakks. Húsnæðið staðsett á jarðhæð Þórunnarstrætis 99, gegnt íþróttahöllinni (fyrrum Húsmæðraskólanum). Um er að ræða ný standsett húsnæði, tekið í notkun í maí 2016 og þar eru fundarsalir, fundarherbergi fyrir flokka, skrifstofa, eldhús o.fl. Hyrna er þannig e.k. miðstöð skátastarfs Klakks.

Fréttir

Nýjustu fréttir

Í dag fengu forsetamerkishafar 1464-1488 merkin sín afhent við hátíðlega…

Read more

Skátafélagið Klakkur stendur fyrir leiðalýsingu í Kirkjugarði Akureyrar og í…

Read more

Skátafélagið Klakkur leitar að umsjónaraðila skátastarfs. Um er að ræða…

Read more

Staðsetning