Skátafélagið Klakkur Akureyri

Skátastarfið

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna.

Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. – Samfélagsþegnar sem taka þátt í að bæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.

Skátafélagið Klakkur leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starf, sem er aðlagað að aldri skátanna. Við höfum afnot af frábærri aðstöðu að Hömrum, útilífsmiðstöð skáta og erum gjarnan þar á haustin og vorin, en yfir vetrartímann erum við meira í skátaheimilinu okkar í Hyrnu. Í öllu skátastarfinu leggjum við mikla áherslu á útivist og vetrarskátun, hjá eldri skátunum, nýtum skálana okkar og förum reglulega í útilegur.

Skátasveitir

Smáfólk (8-9 ára)

Miðvikudagar 17:00-18:30

Sveitarforingjar:


Þórdís Hrönn Halldórsdóttir
Hannes Snævar Sigmundsson

Skeifur (10-12 ára stelpur)

Fimmtudagar 17:00-18:30

Sveitarforingjar:

Sebastian Fjeldal Berg
Elías Dýrfjörð 
Franz Halldór Eydal

Ernir (10-12 ára strákar)

Þriðjudagar 17:00-18:30

Sveitarforingjar:

Einar Örn Gíslason
Anna Kristjana Helgadóttir
Tumi Snær Sigurðsson
Árni Már Árnasson

DS Montis (13-15 ára)

Mánudagar 18:30-20:00

Sveitarforingjar:

Jóhann Malmquist
Bjarki Geir Benediktsson

RS Ultima (16 - 25 ára)

Mánudagar 20:00-21:30

Sveitarforingjar:

Jóhann Malmquist

Stjórn

Anna Kristjana Helgadóttir
Arnór Bliki Hallmundsson
Jóhann Valberg Jónsson
Sandra Guðrún Harðardóttir
Sigmundur Magnússon
Tumi Snær Sigurðsson
Þórdís Hrönn Halldórsdóttir

Fundartímar

Fundir hefjast vikuna 4. september 2023 á hömrum

Drekaskátar – 8-9 ára – Miðvikudagar – 17:00 – 18:30

Fálkaskátar – 10-12 ára strákar – Þriðjudagar – 17:00 – 18:30

Fálkaskátar – 10-12 ára stelpur – Fimmtudagar – 17:00 – 18:30

Dróttskátar- 13-15 ára  – Mánudagar – 18:30 – 20:00

Rekkaskátar – 16-18 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30

Róverskátar – 19-22 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30

Aðstaða

Skátafélagið á, rekur og viðheldur þremur skálum í nágrenni Akureyrar.

Gamli

1979
13

Fálkafell

1932
20

VALHÖLL

1996
25

Hamrar

Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Hyrna

Hyrna er félagsheimili Skátafélagsins Klakks. Húsnæðið staðsett á jarðhæð Þórunnarstrætis 99, gegnt íþróttahöllinni (fyrrum Húsmæðraskólanum). Um er að ræða ný standsett húsnæði, tekið í notkun í maí 2016 og þar eru fundarsalir, fundarherbergi fyrir flokka, skrifstofa, eldhús o.fl. Hyrna er þannig e.k. miðstöð skátastarfs Klakks.

Fréttir

Nýjustu fréttir

Langar þig að starfa hjá skátafélaginu? Við leitum að starfsmanni…

Read more

Kynning á skátafélaginu Klakki, við Hof laugardaginn 26. ágúst klukkan…

Read more

Skráning í Skátana

Staðsetning