Skátafélagið Klakkur Akureyri
Skátastarfið
Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna.
Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. – Samfélagsþegnar sem taka þátt í að bæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.
Skátafélagið Klakkur leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starf, sem er aðlagað að aldri skátanna. Við höfum afnot af frábærri aðstöðu að Hömrum, útilífsmiðstöð skáta og erum gjarnan þar á haustin og vorin, en yfir vetrartímann erum við meira í skátaheimilinu okkar í Hyrnu. Í öllu skátastarfinu leggjum við mikla áherslu á útivist og vetrarskátun, hjá eldri skátunum, nýtum skálana okkar og förum reglulega í útilegur.
Skátasveitir

Smáfólk (7-9 ára)
Miðvikudagar 17:00-18:30
Sveitarforingjar:
Stefán Jón Pétursson
Þórdís Hrönn Halldórsdóttir
Agnes Sara Ingólfsdóttir
Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir
Hannes Snævar Sigmundsson (aðst.)
Pétur Ásbjarnarson (aðst.)
Björn Kort Gíslason (aðst.)

Skeifur (10-12 ára stelpur)
Fimmtudagar 17:00-18:30
Sveitarforingjar:
Anna Lilja Björnsdóttir
Jóhanna María Ásgeirsdóttir
Rachel Wilkinson
Vala Alvilde Berg (aðst.)
Halldór Birgir Eydal (aðst.)

Ernir (10-12 ára strákar)
Þriðjudagar 17:00-18:30
Sveitarforingjar:
Einar Örn Gíslason
Anna Kristjana Helgadóttir
Tumi Snær Sigurðsson
Árni Már Árnasson

DS Montis (13-15 ára)
Mánudagar 18:30-20:00
Sveitarforingjar:
Ingunn Erla Sigurðardóttir

RS Ultima (16 - 22 ára)
Mánudagar 20:00-21:30
Sveitarforingjar:
Ólöf Jónasdóttir
Gemma Montoliu Valor (aðst.)

Stjórn
Jóhann Malmquist – Félagsforingi
Theodór Gunnarsson – Aðstoðarfélagsforingi
Þórdís Hrönn Halldórsdóttir – Gjaldkeri
Arnór Bliki Hallmundsson – Ritari
Jóhann Valberg Jónsson – Eignavörður
Ingunn Erla Sigurðardóttir – Meðstjórnandi
Sigmundur Magnússon – Meðstjórnandi
Fundartímar
Skátaflokkur - Aldur - Fundardagur - Tími
Drekaskátar – 8-9 ára – Miðvikudagar – 17:00 – 18:30
Fálkaskátar – 10-12 ára strákar – Þriðjudagar – 17:00 – 18:30
Fálkaskátar – 10-12 ára stelpur – Fimmtudagar – 17:00 – 18:30
Dróttskátar- 13-15 ára – Mánudagar – 18:30 – 20:00
Rekkaskátar – 16-18 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30
Róverskátar – 19-22 ára – Mánudagar – 20:00 – 21:30
Aðstaða
Skátafélagið á, rekur og viðheldur þremur skálum í nágrenni Akureyrar.

Gamli

Fálkafell

VALHÖLL

Hamrar
Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Hyrna
Hyrna er félagsheimili Skátafélagsins Klakks. Húsnæðið staðsett á jarðhæð Þórunnarstrætis 99, gegnt íþróttahöllinni (fyrrum Húsmæðraskólanum). Um er að ræða ný standsett húsnæði, tekið í notkun í maí 2016 og þar eru fundarsalir, fundarherbergi fyrir flokka, skrifstofa, eldhús o.fl. Hyrna er þannig e.k. miðstöð skátastarfs Klakks.
Fréttir
Nýjustu fréttir
Lengri Skráningarfrestur á Landsmót
Vegna mikillar aukningar á skráningum síðustu daga hefur verið ákveðið…