Aðalfundur Klakks var haldinn mánudaginn síðastliðinn, 3. mars, og heppnaðist hann vel. Þar var einn nýr stjórnarmeðlimur kjörinn, en þrír buðu sig fram áfram í stjórn. Við bjóðum Aðalstein Þorvaldsson innilega velkominn í stjórn, og þökkum Söndru Harðardóttur fráfarandi stjórnarmeðlim fyrir frábærlega vel unnin störf undanfarin ár. Í gær, miðvikudaginn 5. mars, var fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar ásamt foringjaráðsfundi. Á fundinn komu einnig erindrekar BÍS, Andrea og Sædís, og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!
