Leiðalýsing

Verkefnið

Skátafélagið Klakkur stendur fyrir leiðalýsingu í Kirkjugarði Akureyrar og í Lögmannshlíð. Verkefnið er ein stærsta fjáröflun skátafélagsins þar sem nokkrar kynslóðir af skátum koma saman og vinna að þessu fallega samfélagsverkefni sem lýsir upp skammdegið á aðventunni.

Pantanir

Tekið er á móti pöntunum í síma 899-1066 milli klukkan XXXX-XXXX alla virka daga. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum leidalysing@gmail.com. Verð á krossi er 4.000 kr. Lýst er frá fyrsta sunnudegi í aðventu og fram yfir áramót.

Breytingar á pöntun

Þau sem eiga ógreidda reikninga í heimabanka frá því í fyrra; vinsamlega greiðið þá fyrir 1. nóvember nk., að öðrum kosti verður ekki settur ljósakross á viðkomandi leiði. Viljir þú segja upp leigu á krossi eða ef nýr greiðandi er tekinn við, endilega tilkynnið það í síma 899-1066 eða með því að senda póst á leidalysing@gmail.com