Kæru skátar og forráðamenn,
Aðalfundur Skátafélagsins Klakks verður haldinn Mánudaginn 24. febrúar kl. 20:00 í Þórunnarstræti 99. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar og ársreikningar verða lagðir fram, kosning stjórnar og önnur mál og almennar umræður.
Rétt til fundarsetu hafa:
Með atkvæðisrétt: allir fullgildir félagar 15 ára og eldri, og auk þess forráðamenn fullgildra félaga sem eru 14 ára eða yngri. Hver forráðamaður fer þó aðeins með eitt atkvæði.
Með málfrelsi og tillögurétt: forráðamenn skáta í félaginu, styrktaraðilar og þeir er stjórn býður sérstaklega á fundinn, eða fundurinn ákveður.
Með kærri kveðju,
Stjórn Skátafélagsins Klakks