Í dag fengu forsetamerkishafar 1464-1488 merkin sín afhent við hátíðlega stund í blíðskaparveðri á Bessastöðum. Átta skátar úr rekkaskátasveit Klakks, RS Ultima, voru meðal forsetamerkishafana og sendir félagið þeim árnaðaróskir af því tilefni. Það var forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sem afhenti merkin, en hún er jafnframt verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi.
Skátar úr Klakki sem hlutu merkið í dag eru:
Anton Bjarni Bjarkarson
Anton Dagur Björgvinsson
Ásbjörn Garðar Yngvarsson
Birkir Kári Gíslason
Birkir Kári Helgason
Fríða Björg Tómasdóttir
Hörður Andri Baldursson
Snædis Hanna Jensdóttir
Öll eiga þau það sameiginlegt að vera félaginu til sóma og góðar fyrirmyndir fyrir yngri skáta.
Forsetamerkið er veitt rekkaskátum, 16-18 ára, sem hafa valið að vinna að merkinu samhliða starfi sínu. Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingunnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla.

Frá vinstri á myndinni; Anton Bjarni Bjarkarson, Hörður Andri Baldursson, Anton Dagur Björgvinsson, Fríða Björg Tómasdóttir, Snædis Hanna Jensdóttir, Birkir Kári Gíslason, Jóhann Malmquist (félagsforingi), Birkir Kári Helgason og Ásbjörn Garðar Yngvarsson

