Skátafélagið Klakkur leitar að umsjónaraðila skátastarfs. Um er að ræða fullt starf til lok ársins 2026 með möguleika á framlengingu. Við leitum að hressum og skipulögðum starfskraft sem er til í sveigjanlegan vinnutíma, fjölbreytt verkefni og gefandi starf sem felur m.a. í sér útivist, samskipti við hressa skáta og almenna gleði!
Hæfniskröfur:
- Hreint sakavottorð
- Starfsmaður vinnur eftir aðferðafræði, markmiðum og þeirri stefnu sem skátahreyfingin hefur sett sér í skátastarfi með börnum og ungmennum á Íslandi.
- Er hæfur til starfsins samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga
- Æskilegt er að starfsmaður sé með framhaldsskólamenntun og/eða háskólamenntun
- Reynslu af því að vinna með börnum og unglingum
- Hafi góða samskipta- og skipulagshæfileika
- Hafi frumkvæði og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum
Helstu verkefni
- Umsjón með starfi yngri sveita 7 – 13 ára
- Samskipti við foreldra
- Rekstur skátaheimilis
- Umsjón með fjáröflunum og viðburðum
Upplýsingar um kaup og kjör veitir félagsforingi Klakks felagsforingi@klakkur.is
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið felagsforingi@klakkur.is
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 14. júlí.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst-september.
